top of page

Við erum tveir 18 ára drengir, Kristófer Reynisson frá Reykjavík og Iker Elosua frá Barcelona, Spáni. Við búum báðir í Sviss þar sem við erum við International Baccalaureate nám við alþjóðlega skólann í Zug og Luzern (International School of Zug and Luzern). 

 

​Við erum báðir að safna áheitum og framlögum fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar en Kristófer hefur hjálpað til við árlega flugeldasölu þeirra síðan hann var 8 ára. Afi Kristófers, Gylfi Sigurðsson, hefur einnig verið með björgunarsveitinni í 46 ár og hefur hún ávallt skipað stóran sess hjá fjölskyldunni. 

 

23. febrúar næstkomandi munum við hlaupa Seville maraþonið og vonumst við til að safna áheitum til að styrkja Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Markmið okkar er að safna fyrir þjálfun og uppihaldi á nýjum sporhundi þeirra, Perlu, svo hún geti byrjað sem fyrst að aðstoða sveitina við björgunarstörf sín

UM OKKUR

bottom of page