top of page

Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur að baki yfir 50 ára sögu af björgunarstarfi og er ein stærsta og öflugusta björgunarsveit landsins. Eins og flestir vita búum við Íslendingar oft við óblíð náttúruöfl og ófáir hafa týnt lífi af völdum sjóslysa, snjóflóða, jarðskjálfta, eldgosa og annarra náttúruhamfara. Það er þess vegna sem björgunarsveitir landsins gegna mikilvægu hlutverki.

 

Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur sérstöðu meðal björgunarsveita landsins en hún er sú eina sem notast við sporhunda þegar leitað er af týndu fólki. Þess má geta að á milli 1970 og 2005 hafa sporhundar eins og Perla hjálpað sveitinni að finna og bjarga lífum yfir 100 manns. Hér til vinstri getur þú séð mynd af Kristófer og nýja sporhundinum Perlu. Perla er af blóðhunda ætt en sveitin hefur verið með hunda eins og hana í yfir 50 ár og hafa þeir bjargar fjölda mannslífa. Perla hefur verið með sveitinni síðan 2012 en vegna efnahagsástandsins á Íslandi hefur gengið erfiðlega að fjármagna þjálfun og uppihald hennar. Rekstur björgunarsveitarinnar er einungis fjármagnaður með utanaðkomandi styrkjum, meðal annars í gengum fjáraflanir eins og flugeldasölur. Hinsvegar hjálpar sveitin öllum sem í vanda eru og þarfnast björgunar en það er þess vegna sem við óskum eftir að þú hjálpir okkur að safna fyrir þjálfun og uppihaldi Perlu svo hún geti hjálpað sveitinni við björgunarstörf sín um ókomin ár

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MÁLEFNIÐ

bottom of page